Hó hó hó

Hvað má bjóða þér?
Panta jólasvein

Við mætum á stór og lítil jólaböll, í fjölskylduboð og heimsóknir á heimili. Sendu okkur póst og pantaðu jólasvein fyrir jólin!

Hlusta á plötuna

Smelltu hér til að hlusta á brot af nýju jólasveinalögunum okkar!

Kaupa plötuna

Smelltu hér til að kaupa plötuna

Útgáfutónleikar

Við buðum þjóðinni allri á fría jólasveina-útgáfutónleika í Gullhömrum sunnudaginn 29. nóvember.

Nýju jólasveinalögin

Sagan á bakvið plötuna
Platan okkar

Við jólasveinarnir höfum verið til í um 346 ár ef við erum að telja rétt. Upphaflega bjuggum við í stórum helli á Ströndum á Vestfjörðum en nú höfum við fært okkur yfir í Esjuna. Fyrir um 25 árum byrjuðu Skyrgámur og Kjötkrókur að mæta á jólaböll til að skemmta bæði börnum og fullorðnum og hafa gert á hverju ári síðan þá.

Á Íslandi hafa því alist upp kynslóðir af börnum sem þekkja gömlu skyrfötuna hans Skyrgáms og hangiketið og krókinn hans Kjötkróks. Síðustu sex árin hafa Askasleikir og Bjúgnakrækir einnig slegist í hópinn, ætíð með troðfullan ask af góðgæti og girnileg bjúgu hangandi í beltinu.

Í gegnum árin höfum við samið mikið af nýjum og skemmtilegum jólasveinalögum til þess að spila á jólaböllum við miklar vinsældir. Okkur þykir rosalega vænt um öll gömlu jólalögin en okkur finnst líka rosalega gaman að geta glatt bæði börn og fullorðna með því að spila ný og spennandi jólasveinalög sem þau hafa aldrei heyrt áður.

Okkur hefur lengi dreymt um að safna þessum lögum saman og gefa þau út á plötu. Við töldum þó alltaf að það væri bara skemmtileg hugmynd sem ætti líklega aldrei eftir að verða að veruleika. En eftir frábæra hvatningu frá vinum og vandamönnum sem og gestum okkar á jólaböllum ákváðum við loks að láta slag standa. Og nú er draumur okkar um að gefa út plötu með öllum nýju jólalögunum okkar búinn að rætast!

Góðir vinir og aðstoðarmenn jólasveinanna til 25 ára eru bræðurnir og Strandamennirnir Ragnar Torfason og Guðbrandur Torfason. Synir þeirra hafa einnig kynnst jólasveinunum mjög vel síðustu 6 árin en það eru þeir Pálmar Ragnarsson og Torfi Guðbrandsson.

Við viljum þakka öllum ykkur sem hafa hlustað á plötuna kærlega fyrir áheyrnina og áhugann. Einnig sendum við kærar kveðjur til allra þeirra fjölmörgu sem aðstoðuðu okkur við að gera plötuna að veruleika.

GLEÐILEG JÓL!

ClientClientClientClientClient

Jólasveinarnir

Hverjir erum við?
Skyrgámur
Jólasveinn
Skyrgámi þykir ekkert skemmtilegra en að klína skyri út um allt – nema þá að borða það sjálfur!

Hann er rosalega flinkur að spila á gítar og svo kann hann líka að semja lög.

Besti mann-vinur hans er Strandamaðurinn Ragnar Torfason en þeir hafa þekkst í um 25 ár.
Kjötkrókur
Jólasveinn
Kjötkrókur er okkar fjörugastur og þykir ekkert skemmtilegra en að syngja og dansa með börnunum.

Hann elskar kjöt og þá sérstaklega hangilæri. Hann er búinn að útbúa sérstakan krók sem sem hann notar til að krækja í kjöt hvert sem hann fer.

Hann á einn mennskan vin sem hann kynntist á Ströndum fyrir um 25 árum en sá heitir Guðbrandur Torfason.
Askasleikir
Jólasveinn
Askasleikir ferðast hvergi án þess að vera með askinn sinn með í för – troðfullan af góðgæti.

Fyrr á tíðum faldi hann sig undir rúmum og laumaðist í aska mannfólksins en eftir að öskum fór að fækka á heimilum landsmanna byrjaði hann að ferðast um með sinn eiginn.

Askasleikir hefur átt í nánu sambandi við Pálmar Ragnarsson í um 6 ár, en sá er körfuboltaþjálfari í Vesturbæ.
Bjúgnakrækir
Jólasveinn
Bjúgnakrækir þykir vera sérlega góður söngvari, svona miðað við jólasvein.

Vandamálið er þó að hann gleymir sér stundum á jólaböllum og verður of upptekinn af bjúgunum sem hanga ætíð í beltinu hans.

Hann á í einstöku sambandi við Torfa Guðbrandsson en þeir tveir hafa þekkts vel í yfir 5 ár.

Umsagnir

Endilega sendu okkur skilaboð og segðu frá þinni reynslu :)

Hafðu samband

Sendu okkur póst til að forvitnast um plötuna eða fá okkur í heimsókn

Kaupa diskinn

Takk fyrir að styrkja plötuútgáfuna okkar - Veldu úr þremur mismunandi leiðum til að versla diskinn:

Geisladiskur í hulstri

Fáðu diskinn sendan heim

kr.2.500

  • Sendingarkostnaður innifalinn
  • Sendum hvert á land sem er innan 1-2 daga
  • Fallegt hulstur og 12 bls. bæklingur fylgir disknum :)
Kaupa

.mp3

Fáðu lögin send í tölvu

kr.1.800

  • Við sendum lögin í gegnum:
  • -Tölvupóst
  • -Dropbox
  • Hentugt fyrir þá sem nota ekki geislaspilara :)
Kaupa

Heimsókn með disk

Fáðu jólasveininn í heimsókn

kr.15.000

  • Fáðu jólasveininn í skemmtilega heimsókn með innpakkaðann geisladisk og nammipoka!
  • - Heimsókn er í um 15-20 mín.
  • - Tilvalin gjöf fyrir aðra
  • Verð miðar við 1 nammipoka :)
Panta