Útgáfutónleikar

Til að þakka fyrir hreint FRÁBÆRAR móttökur á nýja geisladisknum okkar ætlum við að bjóða landsmönnum öllum FRÍTT á stórskemmtilega jólasveina-útgáfutónleika í Gullhömrum.

Þar munu Skyrgámur og Kjötkrókur syngja öll nýju skemmtilegu jólasveinalögin af plötunni sinni með góðri hjálp frá Askasleiki, Bjúgnakræki og jafnvel fleiri gestum! Einnig munu þeir þurfa á góðri hjálp að halda frá börnunum í salnum í nokkrum laganna, til dæmis í “Hoppulaginu”, “Me laginu” og fleiri hressum lögum.


Kynnir á skemmtuninni verður enginn annar en hinn margreyndi bassaleikari Birgir Ottósson en hann hefur margra ára reynslu af því að stjórna jólaböllum í Gullhömrum. Einnig mun upptökustjóri plötunnar Pétur Hreinsson úr hljómsveitinni Hafrót sjá um undirleik á tónleikunum. Þetta er viðburður sem aldrei hefur áður átt sér stað í öllum heiminum og því frábært tækifæri fyrir fólk sem vill gera eitthvað skemmtilegt saman á þessum fallega sunnudegi.

Að sjálfsögðu verðum við með nóg af nýja disknum okkar á svæðinu. Þeir sem vilja styðja okkur jólasveinana í útgáfu okkar geta keypt disk á 2.500 kr. stykkið á tónleikunum – þó það sé alls ekki skylda að kaupa diskinn. Þeir okkar sem kunna að skrifa munu svo árita diska að tónleikunum loknum.

Öllum er velkomið að bjóða öllum sem þeim þekkja á þennan viðburð og verður húsið opið á meðan húsrými leyfir. Það er nefnilega þannig að allir eru velkomnir á þessa jólasveina-útgáfutónleika hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir, fullorðnir án barna, Íslendingar eða útlendingar, álfar eða tröll. Þessi viðburður er nefnilega fyrir alla þá sem elska uppátæki íslensku jólasveinanna.

Sjáumst í hátíðarskapi í glæsilegum hátíðarsal Gullhamra í Grafarholti sunnudaginn 29. nóvember klukkan 14.00!

Jólakveðja
Skyrgámur og Kjötkrókur og hinir jólasveinarnir