Heimsókn

Takk fyrir að styrkja okkur í útgáfunni á disknum.

Til að fá jólasveininn í skemmtilega heimsókn með innpakkaðan disk og nammipoka þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Senda okkur tölvupóst á jolasveinninn@jolasveinninn.is:
    • Óska eftir heimsókn jólasveins með disk
    • Taka fram dagsetningu og tíma sem hentar best*
    • Taka fram fullt nafn, heimilisfang og símanúmer
    • Taka fram fjölda barna sem verður á heimili

Askasleikir

Við svörum öllum póstum innan 1-2 daga frá móttöku.

Okkur þykir ótrúlega skemmtilegt að fara í heimsóknir og við mætum með allskonar spennandi jólasveinadót með okkur í pokanum til að sýna bæði börnum og fullorðnum.

Kærar þakkir frá jólasveinunum og gleðileg jól!